Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:50 Nýtt skipurit tók gildi á Landspítalanum þann 1. október síðastliðinn. vísir/vilhelm Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Var það gert í liðinni viku en eftirtalin voru ráðin í stöðurnar að því er fram kemur á vef spítalans:Birna Helgadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður aðfanga og umhverfis Birna er með BSc próf í líffræði og einnig með meistaragráðu í umhverfisfræði og diplóma í opinberri stjórnsýslu auk þess sem hún leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2012, við umhverfismál og verkefnastjórnun, en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Alta og gæðastjóri hjá Medcare.Guðný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður öldrunarþjónustu Guðný lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk Guðný MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný hefur meðal annars starfað sem markaðsfulltrúi hjá Vistor í 10 ár og frá árinu 2016 hefur hún gegnt stjórnunarstörfum á Landspítala, nú síðast sem deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður bráðaþjónustu Jón Magnús útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og lauk sérnámi í bráðalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann leggur nú stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi. Jón Magnús hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 2009 og gegnt starfi yfirlæknis bráðalækninga frá árinu 2016.Karl Konráð Andersen hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Karl útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk sérnámi í lyflækningum og hjartasjúkdómafræði frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995 og doktorsprófi árið 1997 frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og sem yfirlæknir hjartagáttar frá 2013. Hann er einnig prófessor í hlutastarfi við læknadeild Háskóla Íslands.Linda Kristmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu Linda lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í geðhjúkrun með áherslu á geðhjúkrun barna og unglinga árið 1998. Enn fremur lauk hún meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1990 og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, síðast starfi framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs frá 2016.Margrét Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðlækningaþjónustu Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk diplómanámi í heilsu- og sjúkrahússtjórnun frá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í bæði lýðheilsufræðum og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét starfaði sem forstjóri Heilsugæslunnar á Akureyri í tólf ár og þar áður í þrjú ár sem hjúkrunarforstjóri sömu stofnunar. Hún hefur undanfarin sex ár starfað sem verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs á Landspítala.Maríanna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður rannsóknarþjónustu Maríanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma hefur Maríanna starfað sem röntgenlæknir á Landspítala og sem yfirlæknir frá árinu 2014.Nanna Briem hefur verið ráðin forstöðumaður geðþjónustu Nanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Osló árið 2003. Hún hefur starfað sem geðlæknir á Landspítala síðan og frá árinu 2014 hefur hún verið yfirlæknir geðlækninga á meðferðargeðdeildinni á Laugarási og einnig yfirlæknir sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá 2016.Runólfur Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Runólfur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræðinámi í lyflækningum frá Hartford Hospital og University of Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólfur hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum. Hann starfar einnig í hlutastarfi sem prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.Vigdís Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslna Vigdís lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998, diplómanámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Royal College of Nursing í London og meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Einnig hefur hún að baki nám og vottun í straumlínustjórnun. Vigdís hefur starfað á Landspítala frá árinu 2009 en einnig hefur hún starfað í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanfarin ár hefur Vigdís unnið sem verkefnastjóri og síðan verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.Hildur Helgadóttir ráðin tímabundið forstöðumaður krabbameinsþjónustu Ákveðið var að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns krabbameinsþjónustu á grundvelli auglýsingar en spítalinn hefur náð samkomulagi við Hildi Helgadóttir hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra að hún gegni hlutverki forstöðumanns þjónustukjarnans tímabundið til eins árs. Hildur útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985, er með meistarapróf í hjúkrun frá háskólanum í Calgary og meistarapróf í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á ýmsum deildum á Landspítala og m.a. gegnt stöðum sérfræðings í hjúkrun, deildarstjóra, hjúkrunarframkvæmdastjóra auk þess að vera hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2007 hefur Hildur verið innlagnastjóri og að undanförnu verkefnastjóri á Landspítala. Að því er fram kemur í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, mun hann halda níu snarpa starfsmannafundi í desember á öllum stærstu starfsstöðvum spítalans. Þar mun hann kynna breytingarnar á skipuritinu, skipulagi og stjórnendum auk þess sem hann mun segja frá fjölbreyttum hagræðingaraðgerðum til þess að bæta fjárhagsstöðu Landspítala. Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Var það gert í liðinni viku en eftirtalin voru ráðin í stöðurnar að því er fram kemur á vef spítalans:Birna Helgadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður aðfanga og umhverfis Birna er með BSc próf í líffræði og einnig með meistaragráðu í umhverfisfræði og diplóma í opinberri stjórnsýslu auk þess sem hún leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2012, við umhverfismál og verkefnastjórnun, en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Alta og gæðastjóri hjá Medcare.Guðný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður öldrunarþjónustu Guðný lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk Guðný MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný hefur meðal annars starfað sem markaðsfulltrúi hjá Vistor í 10 ár og frá árinu 2016 hefur hún gegnt stjórnunarstörfum á Landspítala, nú síðast sem deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður bráðaþjónustu Jón Magnús útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og lauk sérnámi í bráðalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann leggur nú stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi. Jón Magnús hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 2009 og gegnt starfi yfirlæknis bráðalækninga frá árinu 2016.Karl Konráð Andersen hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Karl útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk sérnámi í lyflækningum og hjartasjúkdómafræði frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995 og doktorsprófi árið 1997 frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og sem yfirlæknir hjartagáttar frá 2013. Hann er einnig prófessor í hlutastarfi við læknadeild Háskóla Íslands.Linda Kristmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu Linda lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í geðhjúkrun með áherslu á geðhjúkrun barna og unglinga árið 1998. Enn fremur lauk hún meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1990 og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, síðast starfi framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs frá 2016.Margrét Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðlækningaþjónustu Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk diplómanámi í heilsu- og sjúkrahússtjórnun frá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í bæði lýðheilsufræðum og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét starfaði sem forstjóri Heilsugæslunnar á Akureyri í tólf ár og þar áður í þrjú ár sem hjúkrunarforstjóri sömu stofnunar. Hún hefur undanfarin sex ár starfað sem verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs á Landspítala.Maríanna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður rannsóknarþjónustu Maríanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma hefur Maríanna starfað sem röntgenlæknir á Landspítala og sem yfirlæknir frá árinu 2014.Nanna Briem hefur verið ráðin forstöðumaður geðþjónustu Nanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Osló árið 2003. Hún hefur starfað sem geðlæknir á Landspítala síðan og frá árinu 2014 hefur hún verið yfirlæknir geðlækninga á meðferðargeðdeildinni á Laugarási og einnig yfirlæknir sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá 2016.Runólfur Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Runólfur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræðinámi í lyflækningum frá Hartford Hospital og University of Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólfur hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum. Hann starfar einnig í hlutastarfi sem prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.Vigdís Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslna Vigdís lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998, diplómanámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Royal College of Nursing í London og meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Einnig hefur hún að baki nám og vottun í straumlínustjórnun. Vigdís hefur starfað á Landspítala frá árinu 2009 en einnig hefur hún starfað í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanfarin ár hefur Vigdís unnið sem verkefnastjóri og síðan verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.Hildur Helgadóttir ráðin tímabundið forstöðumaður krabbameinsþjónustu Ákveðið var að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns krabbameinsþjónustu á grundvelli auglýsingar en spítalinn hefur náð samkomulagi við Hildi Helgadóttir hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra að hún gegni hlutverki forstöðumanns þjónustukjarnans tímabundið til eins árs. Hildur útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985, er með meistarapróf í hjúkrun frá háskólanum í Calgary og meistarapróf í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á ýmsum deildum á Landspítala og m.a. gegnt stöðum sérfræðings í hjúkrun, deildarstjóra, hjúkrunarframkvæmdastjóra auk þess að vera hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2007 hefur Hildur verið innlagnastjóri og að undanförnu verkefnastjóri á Landspítala. Að því er fram kemur í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, mun hann halda níu snarpa starfsmannafundi í desember á öllum stærstu starfsstöðvum spítalans. Þar mun hann kynna breytingarnar á skipuritinu, skipulagi og stjórnendum auk þess sem hann mun segja frá fjölbreyttum hagræðingaraðgerðum til þess að bæta fjárhagsstöðu Landspítala.
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira