Laufabrauðsstemming á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 22:00 það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda. Árborg Jólamatur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda.
Árborg Jólamatur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira