Vill vita hvort kafbátaleitarflugvélar hafi stuðlað að metári í hvalreka Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2019 12:18 Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“ Dýr Varnarmál Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“
Dýr Varnarmál Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira