Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Grafarvogi þar sem ráðist hafði verið á dyravörð. Ekkert er frekar skráð um málið í dagbók lögreglu.
Tilkynnt var um einstakling sem „gekk á milli strætisvagna“ á athafnasvæði Strætó við Hestháls. Lögregla hafði ekki frekari upplýsingar um málið í tilkynningu.
Á stolnum bíl í miðbænum
Þá voru tveir einstaklingar handteknir eftir að þeir höfðu verið stöðvaðir á stolinni bifreið í miðbænum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.Tilkynnt var um líkamsárás utan við veitingastað í miðbænum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Tveir einstaklingar voru handteknir en látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbænum skömmu fyrir klukkan ellefu vegna einstaklings sem var þar til vandræða. Í dagbók lögreglu segir að einstaklingurinn hafi ekki getað gefið upp hver hann væri og hafi ekki verið með nein skilríki á sér. Viðkomandi gistir fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.
Þá handtók lögregla mann sem grunaðan er um að hafa brotið rúðu í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Hinn grunaði reyndi að flýja lögreglumenn en þeir höfðu að endingu hendur í hári hans.