Á stundum að þegja? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. desember 2019 07:00 Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar