Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2019 14:30 Patrekur ásamt aðstoðarmanni sínum, Claus Hansen, sem tekur við af honum næsta sumar. mynd/skjern Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“ Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“
Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04