Handbolti

„Við vorum búnir að kort­leggja þá“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Örn átti öflugan leik á báðum endum vallarins. 
Elvar Örn átti öflugan leik á báðum endum vallarins.  EPA/Johan Nilsson SWEDEN OU

„Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta.

Klippa: Elvar Örn eftir öruggan Ítalíusigur

Ítalía spilar áhugaverða tegund af handbolta en Ísland lenti ekki í miklum vandræðum með það í kvöld.

„Við vorum búnir að kortleggja þá og vissum að þetta tæki smá tíma. Þeir eru kröftugir og þeir eru þungir, með endalausar árásir... Þeir spila þetta aðeins öðruvísi, mikið með fjóra útileikmenn og engan línumann. Árásir sem við vorum búnir að skora vel síðustu vikuna og mér fannst við ná þessu vel í dag.“

Strákarnir okkar svöruðu líka oft bara í sömu mynt og spiluðu með engan línumann, sem Elvar er ekki endilega vanur en hefur prófað áður.

„Það hefur alveg komið fyrir. Við erum með snögga leikmenn sem geta gert þetta, eins og Gísli og Janus og fleiri sýndu í sókninni. Mér fannst við gera það vel, við fengum færi nánast í hverri sókn.“

Hann kvaðst sáttur með sigurinn og segir hann gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi leikjum.

„Sjálfstraust og góðan fíling. Við förum núna bara að hugsa um Pólverjana.“

Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn og Ungverjaland bíður svo á þriðjudaginn í lokaleik riðilsins.

Viðtalið við Elvar má sjá í spilaranum að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×