Enski boltinn

Arteta kvaddi leikmenn City í morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arteta hefur starfað hjá Manchester City síðan 2016.
Arteta hefur starfað hjá Manchester City síðan 2016. vísir/getty

Mikel Arteta kvaddi leikmenn Manchester City fyrir æfingu liðsins í morgun.

Reiknað er með að Arteta verði kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Arsenal á morgun.

Arteta hefur verið aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá City síðan 2016. Hann er í miklum metum hjá félaginu og hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guardiolas.

Arteta lék með Arsenal á árunum 2011-16 og var fyrirliði liðsins um tíma. Spánverjinn varð tvisvar sinnum bikarmeistari með Arsenal.

Næsti leikur Arsenal er gegn Everton í hádeginu á laugardaginn. Bæði lið eru í stjóraleit.


Tengdar fréttir

Manchester City menn öskureiðir vegna baktjaldamakks Arsenal

Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×