Enski boltinn

Firmino betri en De Bruyne, Hazard og Kane en enginn þeirra inn á topp tíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu í gær.
Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu í gær. Getty/ Eurasia Sport Images

Guardian heldur áfram að telja niður á hundrað manna lista sínum yfir bestu knattspyrnumenn heims í dag og nú er komið í ljós hverjir sitja í sætum 11 til 100.

Hetja Liverpool manna frá því á HM félagsliða í gær, Roberto Firmino, er í 11. sætinu og því hæstur af þeim sem hafa verið tilkynntir.

Roberto Firmino kom inn á sem varamaður á móti Monterrey og skaut Liverpool inn í úrslitaleikinn í uppbótatíma.



Roberto Firmino er því ofar á listanum en menn eins og Kevin De Bruyne (12. sæti), Eden Hazard (14. sæti) og Harry Kane (15. sæti).

Það efast fáir um mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool þrátt fyrir að þeir Sadio Mané og Mohamed Salah skori mun meira og fái mun meiri athygli.

„Án hans hreyfingar, vinnusemi og sendinga þá væru þeir Sadio Mané og Mohamed Salah ekki eins beittir,“ segir í umfjöllun Guardian.

Þar er líkað vitnar í Jürgen Klopp og þau orð hans að það sé enginn framherji í heiminum eins og Firmino.

Meðal annarrra tíðinda á listanum yfir menn í ellefta til hundraðasta sæti má nefna að Andrew Robertson (23. sæti) er fyrir ofan Antoine Griezmann (25. sæti) og Luis Suárez (26. sæti), Norðmaðurinn Erling Braut Haaland (53. sæti) er fyrir ofan Paul Pogba (55. sæti) og Jordan Henderson (74. sæti) er fyrir ofan Marco Verratti (81. sæti) og Dele Alli (89. sæti).

Það má sjá lista yfir leikmann 11 til 100 á listanum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×