PSG sagt vera á eftir Pep Guardiola og Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 10:30 Pep Guardiola og Xavi gætu sameinast á ný hjá Paris Saint-Germain. Getty/Pressefoto Ulmer Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira