Segja að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa fyrir helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 08:00 Carlo Ancelotti. Getty/Salvatore Laporta Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira