Litla föndurhornið: Jólakveðjur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. desember 2019 18:00 Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45