Litla föndurhornið: Jólakveðjur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. desember 2019 18:00 Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég er í pínulítilli uppreisn, vér mótmælum allir og allt það. Ég nefnilega neita að trúa því að fólk sé hætt að senda jólakort. Mér finnst þetta svo frábær siður og að fá jólakveðju á Facebook er alls ekki það sama og að heyra þegar eitthvað dettur inn um bréfalúguna. Og hvernig ætla ég að berjast gegn þessari þróun? Með helsta vopninu mínu, ég ætla að föndra. Jæja, að verkefninu. Smá viðvörun. Þetta er EKKI verkefni sem þið byrjið á á Þorláksmessu (nema þið ætlið að gera þetta fyrir næstu jól, ef svo er þá tek ég hattinn ofan af fyrir ykkur) vegna þess að þetta mun taka tíma (90% af tímanum fer reyndar í að bíða eftir að málningin þorni, þannig að þú getur alveg verið að vinna í einhverju á meðan). Og þið þurfið málningarlímband, mikið málingalímband. Ok, viðvaranirnar búnar. Ásamt málningarlímbandinu þá þurfið þið viðarplötu eða gamalt viðarskilti (eins og ég notaði) og 4 liti af málningu sem tóna saman. Ég var með svart, hvítt og grátt og blandaði svo svarta og gráa litnum saman og fékk þannig aðeins dekkri gráan. Ég byrjaði á því að mála allt skiltið hvítt, held að það hafi tekið þrjár umferðir til að þekja allt mjög vel. Svo var komið að límbandinu. Ég fann miðjuna efst og neðst á skiltinu og setti límband lóðrétt eftir því. Svo setti ég aðra límbandsræmu alveg þétt við fyrstu ræmuna en þessi seinni ræman verður svokallaður „spacer“, þ.e. ég mun nota hana til að fá jafnt bil á milli (þið sjáið betur á eftir hvað ég á við). Svo er þriðja ræman sett alveg upp við ræmu nr. tvö, ræman sem var í miðjunni (ræman nr. Tvö) tekin og sett hinum megin við ræmu nr. þrjú. Þannig koll af kolli. Svo tók ég dekkri gráu málninguna og málaði. Þegar allt er vel þornað þá er límbandið tekið, og ferlið endurtekið nema núna vinnum við lárétt eftir skiltinu. Svo málað með ljósgráa litnum og svo bið, endalaus bið. Þegar þetta er allt þornað og fínt þá takið þið ekki límbandið, ég endurtek, látið límbandið vera. Þið ættuð að sjá í gegn móta fyrir þar sem þið settuð límbandið upphaflega og þar leggið þið aftur límband yfir, sem sagt lóðrétt, og málið svart þau svæði sem eru eftir. Ég veit að þetta virkar flókið, en ef þið farið á Youtube og leitið af „how to paint buffalo plaid“ þá fáið þið upp myndbönd sem sýna þessa aðferð. Ég fæ alltaf svo mikið út úr því þegar það kemur að því að fjarlægja límbandið og sjá þetta ótrúlega flotta köflótta munstur fæðast. Ef málningin hefur runnið til hjá þér þá er bara að laga það með fínum pensli, ekkert mál. Svo „skrifaði“ ég jólakveðja efst á skiltið með uppáhalds aðferðinni minni en þú getur notað límmiða, þú getur skrifað fríhendis, þú getur keypt tréstafi (til dæmis í Söstrene grene) og notað þá eða þú getur sleppt þessu alveg. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Það síðasta sem ég gerði var að taka nokkrar viðarklemmur, mála þær hvítar og festa á skiltið með trélími. Ég ætlaði að setja eitthvað skraut á þetta, fannst þetta pínu litlaust, en ákvað að sleppa því, jólakortin munu koma með litina. Þannig að núna bíð ég bara eftir að jólakortin fari að flæða inn um bréfalúguna.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Jólaföndur 17.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 17. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45