Sportpakkinn: Barcelona og Real jöfn á toppnum fyrir áhugaverðan „El Clásico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:00 Lionel Messi fær að heyra það frá Sergio Ramos í leik Real Madrid og Barcelona í fyrra. Getty/David S. Bustamante Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira