Enski boltinn

Solskjær: Erfitt að hafa Greenwood ekki í byrjunarliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mason Greenwood hefur átt mjög gott tímabil í liði United
Mason Greenwood hefur átt mjög gott tímabil í liði United vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær segir frammistöðu Mason Greenwood í síðustu leikjum hafa gert það að verkum að það sé mjög erfitt að taka hann úr liðnu.

Greenwood hefur skorað sjö mörk á tímabilinu í öllum keppnum fyrir Manchester United og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Marcus Rashford.

Hann kom inn af bekknum um helgina og skoraði jöfnunarmark United gegn Everton.

„Hann er að gera mér mjög erfitt fyrir,“ sagði Ole Gunnar.

„Ég man eftir því þegar ég var leikmaður og skoraði mikið af mörkum þá sagði þjálfarinn að það væri erfitt að halda leikmönnum úr liðinu sem skora mörk, þrátt fyrir að mér findist ég eiga að gera betur.“

„Það er mjög, mjög erfitt að setja saman lið núna og hafa Mason ekki í liðinu.“

Mason Greenwood verður því líklega í byrjunarliði Manchester United gegn Colchester í átta liða úrslitum ensku deildarkeppninnar í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 19:55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×