Var „það ólýsanlega“ kannske samvizkan? Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2019 08:00 „Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum. Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka? Á öðrum stað segir bóndinn: „...að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll.“ Undirritaður spyr: Hvað þá með skjólvegg? Af hverju eru bændur að halda hesta, sem þeir geta ekki sinnt eða hafa ekki rými fyrir? Hver er tilgangurinn með því og ábyrgðin gagnvart dýrunum? Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir, segir í blaðagrein, að, ef útigangshross hafa ekki öruggt og gott náttúrulegt skjól, eða húsaskjól, beri bændum að beita manngerðum skýlum, „sem uppfylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vindáttum og 4 metrar að lengd minnst“. Úr því, að bóndinn hafði ekki húsaskjól, af hverju hafði hann þá ekki svona skjólveggi fyrir sín útigangshross? Það má líka spyrja, af hverju eru bændur almennt að halda hross umfram það, sem þeir hafa húsaskjól eða skýli fyrir, þegar á reynir? Bera bændur - örugglega ekki allir, en sennilega all margir - litlar eða engar tilfinningar til hestanna sinna; þarfasta þjónsins, sem hélt tórunni í íslenzku þjóðinni og bjargaði henni í gegnum myrkur, kulda, harðræði og hörmungar þúsund ára? Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Í viðtali við Vísi, sem tekið var fyrr sama dag, segir bóndinn: „Þetta var sennilega eini staðurinn sem þau hefðu getað leitað á“. M.ö.o. hvorki hentugt og öruggt náttúrulegt skjól né heldur manngerðir skjólveggir virðast hafa verið fyrir hendi á jörðinni. Ég hef hér vitnað í þetta tiltekna mál, af því að það liggur fyrir í skýru formi. Mitt mat er, hins vegar, að hlutur nefnds bónda sé í þessum efnum ekki verri en hlutur margra annarra hrossabænda. Það eru örugglega líka fjölmargir bændur, sem leggja metnað sinn í að sinna dýrum sínum vel, af kostgæfni og í anda gildandi laga. Aftur vil ég vitna í skrif Sigurðar Sigurðarsonar, sem er mikill fagmaður og reyndur vel á þessu sviði, en hann hefur marg kvartað opinberlega yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Í Bændablaðinu 22. marz 2016 skrifaði Sigurður m.a. þetta: „Í hrakviðrum í janúar sl. höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á framfæri athugasemdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nærsveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hrossunum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væri hópar með færri hrossum. Hvergi væru fullnægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum“. Þetta var í eðlilegu janúar árferði. Ofannefnd tvö dæmi lýsa því, að ég hygg, bæði greinilega og um leið raunalega, hvernig staða og líf íslenzka hestsins, þarfasta þjónsins, er. Menn geta fyllst örvæntingu og djúpri sorg yfir því kæruleysi, virðingarleysi og ábyrgðarleysi, sem sumur bóndinn sýnir dýrunum sínum, sem standa í reynd réttlaus og varnarlaus, þrátt fyrir reglugerðir og lög. Auðvitað var veðrið í síðustu viku óvenjulegt, þannig, að eðlilegt kann að vera, að bændur hafi ekki getað varizt því með dýr sín, en það breytir ekki því, að bændum ber að byggja og tryggja lögboðnar varnir fyrir dýrin, sem hefðu getað dregið úr hrakningum, harðindum og kvalræði þeirra. Margir hafa greinilega vanrækt það. Hafa menn almennt séð lögboðna, þriggja vængja varnarveggi, minnst tveggja metra háa, í hestahögum hér? Undirritaður, sem reyndar er ekki mikið til sveita, fór þó hringinn í sumar, hefur enga séð. Kæru dýravinir, við verðum öll að taka höndum saman um það, að bæta líf og tilveru þarfasta þjónsins, með eftirliti og aðhaldi gagnvart breyzkum bændum og þrýstingi á stjórnvöld um það, að allir bændur fari að lögum landsins í sínu dýrahaldi. Ekki má hika við, að tilkynna meint brot til Matvælastofnunar, héraðsdýralækna eða lögreglu. Og fylgja því svo eftir! Vaka yfir málinu og þrýsta á það, þar til til aðgerða kemur! Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf! Við skulum líka muna þetta: Við berum ekki bara ábyrgð á því, sem við gerum, heldur líka á því, sem við gerum ekki!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum. Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka? Á öðrum stað segir bóndinn: „...að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll.“ Undirritaður spyr: Hvað þá með skjólvegg? Af hverju eru bændur að halda hesta, sem þeir geta ekki sinnt eða hafa ekki rými fyrir? Hver er tilgangurinn með því og ábyrgðin gagnvart dýrunum? Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir, segir í blaðagrein, að, ef útigangshross hafa ekki öruggt og gott náttúrulegt skjól, eða húsaskjól, beri bændum að beita manngerðum skýlum, „sem uppfylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vindáttum og 4 metrar að lengd minnst“. Úr því, að bóndinn hafði ekki húsaskjól, af hverju hafði hann þá ekki svona skjólveggi fyrir sín útigangshross? Það má líka spyrja, af hverju eru bændur almennt að halda hross umfram það, sem þeir hafa húsaskjól eða skýli fyrir, þegar á reynir? Bera bændur - örugglega ekki allir, en sennilega all margir - litlar eða engar tilfinningar til hestanna sinna; þarfasta þjónsins, sem hélt tórunni í íslenzku þjóðinni og bjargaði henni í gegnum myrkur, kulda, harðræði og hörmungar þúsund ára? Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Í viðtali við Vísi, sem tekið var fyrr sama dag, segir bóndinn: „Þetta var sennilega eini staðurinn sem þau hefðu getað leitað á“. M.ö.o. hvorki hentugt og öruggt náttúrulegt skjól né heldur manngerðir skjólveggir virðast hafa verið fyrir hendi á jörðinni. Ég hef hér vitnað í þetta tiltekna mál, af því að það liggur fyrir í skýru formi. Mitt mat er, hins vegar, að hlutur nefnds bónda sé í þessum efnum ekki verri en hlutur margra annarra hrossabænda. Það eru örugglega líka fjölmargir bændur, sem leggja metnað sinn í að sinna dýrum sínum vel, af kostgæfni og í anda gildandi laga. Aftur vil ég vitna í skrif Sigurðar Sigurðarsonar, sem er mikill fagmaður og reyndur vel á þessu sviði, en hann hefur marg kvartað opinberlega yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Í Bændablaðinu 22. marz 2016 skrifaði Sigurður m.a. þetta: „Í hrakviðrum í janúar sl. höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á framfæri athugasemdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nærsveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hrossunum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væri hópar með færri hrossum. Hvergi væru fullnægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum“. Þetta var í eðlilegu janúar árferði. Ofannefnd tvö dæmi lýsa því, að ég hygg, bæði greinilega og um leið raunalega, hvernig staða og líf íslenzka hestsins, þarfasta þjónsins, er. Menn geta fyllst örvæntingu og djúpri sorg yfir því kæruleysi, virðingarleysi og ábyrgðarleysi, sem sumur bóndinn sýnir dýrunum sínum, sem standa í reynd réttlaus og varnarlaus, þrátt fyrir reglugerðir og lög. Auðvitað var veðrið í síðustu viku óvenjulegt, þannig, að eðlilegt kann að vera, að bændur hafi ekki getað varizt því með dýr sín, en það breytir ekki því, að bændum ber að byggja og tryggja lögboðnar varnir fyrir dýrin, sem hefðu getað dregið úr hrakningum, harðindum og kvalræði þeirra. Margir hafa greinilega vanrækt það. Hafa menn almennt séð lögboðna, þriggja vængja varnarveggi, minnst tveggja metra háa, í hestahögum hér? Undirritaður, sem reyndar er ekki mikið til sveita, fór þó hringinn í sumar, hefur enga séð. Kæru dýravinir, við verðum öll að taka höndum saman um það, að bæta líf og tilveru þarfasta þjónsins, með eftirliti og aðhaldi gagnvart breyzkum bændum og þrýstingi á stjórnvöld um það, að allir bændur fari að lögum landsins í sínu dýrahaldi. Ekki má hika við, að tilkynna meint brot til Matvælastofnunar, héraðsdýralækna eða lögreglu. Og fylgja því svo eftir! Vaka yfir málinu og þrýsta á það, þar til til aðgerða kemur! Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf! Við skulum líka muna þetta: Við berum ekki bara ábyrgð á því, sem við gerum, heldur líka á því, sem við gerum ekki!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun