Sport

Arnar Davíð og Ástrós keilufólk ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ástrós og Arnar Davíð.
Ástrós og Arnar Davíð. mynd/keilusamband íslands

Arnar Davíð Jónsson og Ástrós Pétursdóttir voru valin keilufólk ársins 2019 af stjórn Keilusambands Íslands.

Þetta er þriðja sinn í röð sem Arnar er valinn keilukarl ársins og annað sinn í röð sem Ástrós er valin keilukona ársins.

Arnar vann Evrópumótaröð keilunnar 2019 fyrstur íslenskra keilara. Hann var eini keppandinn á mótaröðinni sem vann fleiri en eitt mót á tímabilinu. Arnar vann Track Open mótið í Þýskalandi í sumar og að auki vann hann lokamót Evrópuraðarinnar Kegel Ålaborg International þar sem hann gulltryggði sér efsta sæti mótaraðarinnar í ár.

Arnar tók þátt í lokamóti Heimstúrsins Kuwait International Open í nóvember. Hann gerði sér lítið fyrir og var í efsta sæti lokamótsins og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik mótsins þar sem hann laut í lægra haldi gegn Dominic Barrett frá Englandi. Arnar mætti Barrett aftur í úrslitum heimstúrsins og varð aftur Arnar í 2. sæti.

Ástrós varð stigameistari á liðnu keppnistímabili á Íslandsmóti liða og með besta meðaltal allra í kvennadeildum á því tímabili. 

Ástrós var ofarlega í öllum mótum innanlands sem hún tók þátt í meðal annars varð hún í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga 2019 og sömuleiðis í 2. sæti á Íslandsmóti para. Hún tók þátt í öllum verkefnum afrekshóps kvenna og fór m.a. á mót í Ósló sem var hluti af Evróputúrnum. Þar lék hún best íslensku keilukvennanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×