Fjármálaráðherra fær mig til að hugsa upphátt Sandra B. Franks skrifar 17. desember 2019 07:00 Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00 Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30 Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30 Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00
Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30
Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar