Þriðjung allra dauðsfalla má rekja til lífsstíls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2019 18:37 Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42