Sex ára stúlka meðal þeirra sem létust í jarðskjálfta á Filippseyjum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 21:29 Skjálftinn er sá síðasti í hrinu jarðhræringa á svæðinu. Vísir/EPA Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið. Filippseyjar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið.
Filippseyjar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira