Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 12:22 Frá Sauðárkróki í vikunni. Vísir/JóiK Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira