Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 20:45 Jólaföndur dagsins 14.desember. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00