Tannlæknafjölskylda á Selfossi sem gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2019 19:15 Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH
Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira