Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 18:26 Í viðtalinu segist Björgólfur ekki hafa getað neitað beiðni um að taka við stöðu framkvæmdastjóra Samherja. Hann og Þorsteinn Már Baldvinsson séu gamlir vinir. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. Hann segist efast um að fyrirtækið hafi verið flækt í nokkuð ólöglegt. Aðspurður af blaðamanni segir Björgólfur að ekkert bendi til að greiðslur til eignarhaldsfélags eins of hinum svokölluðu hákörlum í Dubaí hafi verið ólöglegar.Hann segist fullviss að Samherji hafi fengið kvóta eftir löglegum leiðum í öllum löndum. Björgólfur segir að Samherji ætli að draga fram í dagsljósið hvað átti sér stað og að hans eigin hlutverki verði líklega lokið á fyrsta fjórðungi nýs árs. Viðtal DN hefst á því að Samherji fái yfirleitt litla sem enga athygli fyrir utan Íslands. Það hafi hins vegar breyst í haust með útgáfu Samherjaskjalanna og málið tengist Noregi þar sem gífurlegar fjárhæðir hafi ferið í gegnum DNB bankann í Noregi og til skattaskjóla og til fyrirtækis í Dúbaí, sem var í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns Fischor, ríkisútgerðar Namibíu. Þar hefur ráðherrum verið vikið úr starfi og þó nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu. Björgólfur segist þó ekki trúa því að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað. Samherji hefur farið hart fram gegn Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu sem lak að minnst hluta Samherjaskjalanna svokölluðu til Wikileaks. Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi.Sjá einnig: Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarannSamherji hefur sömuleiðis kvartað yfir því að einungis hluti tölvupósta Jóhannesar hafi verið birtur. Í viðtalinu er vitnað í bréf frá Björgólfi til starfsmanna Samherja að það að póstar hafi verið valdir til birtingar veki spurningar um innihald hinna póstanna. Nánast engir póstar frá 2015 hafi verið afhentir Wikileaks. Jóhannes segir að fleiri póstar verði birtir á næstunni.Í byrjun mánaðarins sagði Björgólfur í svari við fyrirspurn Vísis að fyrirtækið hefði aðgang að tölvupóstum Jóhannesar. Hann vildi þó ekki tjá sig um innihald þeirra né hvort þeir hafi verið skoðaðir.Björgólfur segir blaðamanni DN að hann telji að hinir óbirtu póstar myndu varpa frekari ljósi á málið. Spurður út í það af hverju greiðslur til áðurnefnds fyrirtækis í Dúbaí hafi haldið áfram eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja segir Björgólfur það ekki til marks um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Greiðslurnar gætu verið tengdar einhvers konar samkomulagi. Mögulega fyrir ráðgjafastörf eða reglulegar greiðslur fyrir hefðbundin kaup á kvóta. Þá var Björgólfur spurður hvort það væri eðlilegt að greiða einkaaðilum fyrir kvóta í öðrum löndum og sagðist hann ekki geta svarað því, þar sem málið væri í rannsókn. Ef maður fengi reikning fyrir þjónustu eða kvóta, þá borgaði maður þann reikning. Þar að auki sagðist Björgólfur ekki telja að greiðslurnar til einkaaðila í Namibíu hafi verið ólöglegar. Reikningar hafi borist frá fyrirtækjum sem seldu kvóta og þeir hafi verið greiddir. Seinna í viðtalinu segir Björgólfur að Samherji hafi greitt sama verð fyrir kvóta og allir aðrir. Namibía Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla handtekin vegna tengsla við Samherja Bankareikningar Victória de Barros Neto,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, hafa verið frystir vegna Samherjaskjalanna. Auk þess hafa bankareikningar eiginmanns hennar og barna verið frystir eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. 10. desember 2019 17:28 Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Hellir sér yfir lýðskrumara sem vilja gera sér mat úr máli í Namibíu. 9. desember 2019 08:59 Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. Hann segist efast um að fyrirtækið hafi verið flækt í nokkuð ólöglegt. Aðspurður af blaðamanni segir Björgólfur að ekkert bendi til að greiðslur til eignarhaldsfélags eins of hinum svokölluðu hákörlum í Dubaí hafi verið ólöglegar.Hann segist fullviss að Samherji hafi fengið kvóta eftir löglegum leiðum í öllum löndum. Björgólfur segir að Samherji ætli að draga fram í dagsljósið hvað átti sér stað og að hans eigin hlutverki verði líklega lokið á fyrsta fjórðungi nýs árs. Viðtal DN hefst á því að Samherji fái yfirleitt litla sem enga athygli fyrir utan Íslands. Það hafi hins vegar breyst í haust með útgáfu Samherjaskjalanna og málið tengist Noregi þar sem gífurlegar fjárhæðir hafi ferið í gegnum DNB bankann í Noregi og til skattaskjóla og til fyrirtækis í Dúbaí, sem var í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns Fischor, ríkisútgerðar Namibíu. Þar hefur ráðherrum verið vikið úr starfi og þó nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu. Björgólfur segist þó ekki trúa því að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað. Samherji hefur farið hart fram gegn Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu sem lak að minnst hluta Samherjaskjalanna svokölluðu til Wikileaks. Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi.Sjá einnig: Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarannSamherji hefur sömuleiðis kvartað yfir því að einungis hluti tölvupósta Jóhannesar hafi verið birtur. Í viðtalinu er vitnað í bréf frá Björgólfi til starfsmanna Samherja að það að póstar hafi verið valdir til birtingar veki spurningar um innihald hinna póstanna. Nánast engir póstar frá 2015 hafi verið afhentir Wikileaks. Jóhannes segir að fleiri póstar verði birtir á næstunni.Í byrjun mánaðarins sagði Björgólfur í svari við fyrirspurn Vísis að fyrirtækið hefði aðgang að tölvupóstum Jóhannesar. Hann vildi þó ekki tjá sig um innihald þeirra né hvort þeir hafi verið skoðaðir.Björgólfur segir blaðamanni DN að hann telji að hinir óbirtu póstar myndu varpa frekari ljósi á málið. Spurður út í það af hverju greiðslur til áðurnefnds fyrirtækis í Dúbaí hafi haldið áfram eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja segir Björgólfur það ekki til marks um að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað. Greiðslurnar gætu verið tengdar einhvers konar samkomulagi. Mögulega fyrir ráðgjafastörf eða reglulegar greiðslur fyrir hefðbundin kaup á kvóta. Þá var Björgólfur spurður hvort það væri eðlilegt að greiða einkaaðilum fyrir kvóta í öðrum löndum og sagðist hann ekki geta svarað því, þar sem málið væri í rannsókn. Ef maður fengi reikning fyrir þjónustu eða kvóta, þá borgaði maður þann reikning. Þar að auki sagðist Björgólfur ekki telja að greiðslurnar til einkaaðila í Namibíu hafi verið ólöglegar. Reikningar hafi borist frá fyrirtækjum sem seldu kvóta og þeir hafi verið greiddir. Seinna í viðtalinu segir Björgólfur að Samherji hafi greitt sama verð fyrir kvóta og allir aðrir.
Namibía Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla handtekin vegna tengsla við Samherja Bankareikningar Victória de Barros Neto,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, hafa verið frystir vegna Samherjaskjalanna. Auk þess hafa bankareikningar eiginmanns hennar og barna verið frystir eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. 10. desember 2019 17:28 Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Hellir sér yfir lýðskrumara sem vilja gera sér mat úr máli í Namibíu. 9. desember 2019 08:59 Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla handtekin vegna tengsla við Samherja Bankareikningar Victória de Barros Neto,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, hafa verið frystir vegna Samherjaskjalanna. Auk þess hafa bankareikningar eiginmanns hennar og barna verið frystir eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. 10. desember 2019 17:28
Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Hellir sér yfir lýðskrumara sem vilja gera sér mat úr máli í Namibíu. 9. desember 2019 08:59
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11