Einkabíllinn er dauður Sævar Þór Jónsson skrifar 13. desember 2019 14:15 Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Sævar Þór Jónsson Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar