Innlent

Ekki leitað með köfurum í Núpá vegna mikillar hættu á krapaflóði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin var tekin í gær meðan enn var leitað ofan í gilinu.
Myndin var tekin í gær meðan enn var leitað ofan í gilinu. lögreglan

Ekki er fyrirhugað að leita með köfurum í Núpá í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði í ánni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra en leit er nú hafin að fullum krafti á ný að unglingspilti sem féll út í ána á miðvikudagskvöld. Vöktun var á ánni í nótt en engar fréttir eru eftir nóttina varðandi leitina.

Um 200 leitarmenn og á þriðja tug tækja verða við leit í dag. Áhersla verður lögð á að leita frá slysstað og niður að Stekkjaflötum með leitarmönnum. Einnig verður notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar og dróna frá sérsveit ríkislögreglu og björgunarsveitum.

„Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliðs höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslunni hafa ekki náð að kafa í ánni en voru að vinna við sérhæfða leit í gær. Ekki er fyrirhugað að leita með köfurum í ánni vegna mikillar hættu á krapaflóði.

Í dag verða þréttán leitarsvæði leituð og er mikill kuldi á leitarsvæðinu. Veðurspáin er þó hægstæð fyrir daginn í dag en mikill kuldi og ljóst er að leitarskilyrði eru mjög erfið á vettvangi. Leitarhópar lögðu af stað frá Akureyri kl. 09:00 í og verður leitað fram á kvöldið,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Frá vettvangi í gær.lögreglan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×