Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina við Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:22 Afar erfiðar og krefjandi aðstæður hafa verið í og við Núpá en vonast er eftir skaplegra veðri í dag. vísir/tpt Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59
Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03