Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina við Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:22 Afar erfiðar og krefjandi aðstæður hafa verið í og við Núpá en vonast er eftir skaplegra veðri í dag. vísir/tpt Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59
Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03