Segjast hafa selt milljón Fold-síma Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 10:32 Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Getty/Bloomberg Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri. Samsung Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri.
Samsung Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira