Sportpakkinn: Íþróttafólk á Íslandi hefur þurft að hætta á toppnum vegna peningaleysis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:00 Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir og Dominiqua Alma Belányi með Lilju Alfreðsdóttur ráðherra í dag. Vísir/S2/Friðrik Þrír fulltrúar íslenskra afreksíþróttamanna mættu í mennta- og menningarmálaráðuneytið í hádeginu og afhentu ráðherra bréf undirritað af hópi íþróttamanna sem vekja athygli á réttindaleysi afreksíþróttamanna. Arnar Björnsson hitti íþróttafólkið í dag. „Við erum að vekja athygli á réttindaleysi afreksíþróttamanna á Íslandi“, segir sundkappinn Anton Sveinn McKee. „Eins og staðan er núna þá er afreksíþróttafólk ekki með nein réttindi að greiða í stéttarfélög, lífeyrissjóði, rétt til fæðingarorlofs og okkur finnst mikilvægt að vekja athygli á þessu og þetta þarf að breytast,“ segir Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona. Anton Sveinn segir að íþróttamenn standi frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir eigi að þora að halda áfram. „Á ég að þora að halda áfram keppni og sýna hvað í mér býr og sætta mig við það að hafa ekkert þegar ég hætti á mínum afreksferli. Það er mjög erfið ákvörðun að taka þegar maður er ekki með laun eins og í minni einstaklingsíþrótt,“ segir Guðlaug Edda. Nú hafið þið skoðað þetta hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, er aðstöðumunur mikill? „Já það er klárlega aðstöðumunur hjá okkur og nágrannaþjóðum. Ekki bara á Norðurlöndum líka öðrum löndum í vestur Evrópu sem við erum að keppa við. Við teljum að með bættri umgjörð hér á landi þá munum við 100 prósent ná að vera nær þeim hvað varðar getu. Það hjálpar mikið að hafa stuðning,“ segir Guðlaug Edda. Afrekssjóðurinn hefur stækkað breytir það einhverju eða þarf að gera miklu meira? „Það var nauðsynlegt að efla afrekssjóðinn en það vantar töluvert til að efla almennt íþróttastarf á Íslandi til að gera okkur samkeppnishæf við önnur lönd. Við erum gífurlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum í dag. Við gerum okkur grein fyrir því að við gætum ekki verið að keppa á þessum stórmótum án þessa stuðnings. Við viljum bara vekja athygli á þessari stöðu eins og hún er í dag,“ segir Anton Sveinn McKee. Þú ert nýkominn frá Glasgow þar sem þú náðir góðum árangri á Evrópumótinu í sundi, ræddir þú þetta eitthvað við keppinauta þína? „Jú maður spyr alltaf hvernig staðan sé hjá þeim. Eftir að hafa miðað sig við marga þá fannst mér kominn tími á að vekja athygli á því hver staðan væri hjá okkur,“ segir Anton Sveinn Hefur það komið til tala að hætta í íþróttinni? „Ég er tiltölulega nýbyrjuð í þríþrautinni, byrjaði 2016. Mig langar ekki til að hætta en ég veit að eftir 2020 þegar Ólympíuleikarnir eru búnir þá missi ég styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Eins og staðan er núna þá er ég svo gott sem búin með allan aukapeninginn minn í bankanum til að geta lifað af. Eins og staðan er núna veit ég það ekki en mig langar að halda áfram og fara á Ólympíuleikana 2024. Ég held að ég muni vera í enn betra formi þá. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Anton Sveinn. Ef þú hættir núna áttu kannski öll bestu árin eftir? „Já og það er bara mjög sorglegt að staðan sé þannig. Íþróttafólk á Íslandi hefur því miður þurft hætta. Við höfum séð dæmi um það fólk er að hætta á toppnum þegar það á 4-5 góð ár eftir vegna þess að það sér ekki fram á að geta framfleytt sér og það er sorglegt,“ segir Anton Sveinn Ætlið þið að halda þessari baráttu áfram? „Við verðum bara að vona það besta. Það er ekki til meiri heiður en við íþróttafólk fáum en að vera að keppa fyrir Ísland á erlendri grundu og berjast fyrir land og þjóð. Vonandi verður kerfið það gott að við getum haldið áfram að gera það,“ segir Anton Sveinn. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók afreksfólkinu fagnandi. „Þetta er afreksfólk ekki bara í íþróttum, þau hafa réttu hugsjónina og rétta andann til að bæta samfélagið okkar. Mér er það bæði ljúft og skylt að taka á móti þeim og fara yfir þessi mál. Við höfum styrkt afrekssjóðinn verulega, verið fjórfaldaður frá 2016. En þau benda ýmis réttindamál og hvernig þau vilja koma inn í það að fá fleira ungt fólk inn í íþróttahreyfinguna. Ég tek þeim fagnandi og fer yfir þetta mál,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Margir afreksíþróttamenn hafa verið að fórna öllu sínu fyrir að ná árangri í íþróttum en svo þegar ferlinum lýkur blasa bara skuldir við og litlar tekjur. „Þetta er einmitt eitt af því sem þau eru að benda á. Við þurfum að sjá hvort hægt er að koma eitthvað til móts við þessar athugasemdir. Ég vil bera þetta saman við Norðurlöndin. Við viljum að umgjörðin í kringum þau sé eins og best verður á kosið,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Hér fyrir neðan má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um þetta mikilvæga mál fyrir afreksfólkið okkar. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk á Íslandi hefur þurft hætta á toppnum vegna peningaleysis Íþróttir Ólympíuleikar Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Þrír fulltrúar íslenskra afreksíþróttamanna mættu í mennta- og menningarmálaráðuneytið í hádeginu og afhentu ráðherra bréf undirritað af hópi íþróttamanna sem vekja athygli á réttindaleysi afreksíþróttamanna. Arnar Björnsson hitti íþróttafólkið í dag. „Við erum að vekja athygli á réttindaleysi afreksíþróttamanna á Íslandi“, segir sundkappinn Anton Sveinn McKee. „Eins og staðan er núna þá er afreksíþróttafólk ekki með nein réttindi að greiða í stéttarfélög, lífeyrissjóði, rétt til fæðingarorlofs og okkur finnst mikilvægt að vekja athygli á þessu og þetta þarf að breytast,“ segir Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona. Anton Sveinn segir að íþróttamenn standi frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir eigi að þora að halda áfram. „Á ég að þora að halda áfram keppni og sýna hvað í mér býr og sætta mig við það að hafa ekkert þegar ég hætti á mínum afreksferli. Það er mjög erfið ákvörðun að taka þegar maður er ekki með laun eins og í minni einstaklingsíþrótt,“ segir Guðlaug Edda. Nú hafið þið skoðað þetta hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, er aðstöðumunur mikill? „Já það er klárlega aðstöðumunur hjá okkur og nágrannaþjóðum. Ekki bara á Norðurlöndum líka öðrum löndum í vestur Evrópu sem við erum að keppa við. Við teljum að með bættri umgjörð hér á landi þá munum við 100 prósent ná að vera nær þeim hvað varðar getu. Það hjálpar mikið að hafa stuðning,“ segir Guðlaug Edda. Afrekssjóðurinn hefur stækkað breytir það einhverju eða þarf að gera miklu meira? „Það var nauðsynlegt að efla afrekssjóðinn en það vantar töluvert til að efla almennt íþróttastarf á Íslandi til að gera okkur samkeppnishæf við önnur lönd. Við erum gífurlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum í dag. Við gerum okkur grein fyrir því að við gætum ekki verið að keppa á þessum stórmótum án þessa stuðnings. Við viljum bara vekja athygli á þessari stöðu eins og hún er í dag,“ segir Anton Sveinn McKee. Þú ert nýkominn frá Glasgow þar sem þú náðir góðum árangri á Evrópumótinu í sundi, ræddir þú þetta eitthvað við keppinauta þína? „Jú maður spyr alltaf hvernig staðan sé hjá þeim. Eftir að hafa miðað sig við marga þá fannst mér kominn tími á að vekja athygli á því hver staðan væri hjá okkur,“ segir Anton Sveinn Hefur það komið til tala að hætta í íþróttinni? „Ég er tiltölulega nýbyrjuð í þríþrautinni, byrjaði 2016. Mig langar ekki til að hætta en ég veit að eftir 2020 þegar Ólympíuleikarnir eru búnir þá missi ég styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Eins og staðan er núna þá er ég svo gott sem búin með allan aukapeninginn minn í bankanum til að geta lifað af. Eins og staðan er núna veit ég það ekki en mig langar að halda áfram og fara á Ólympíuleikana 2024. Ég held að ég muni vera í enn betra formi þá. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Anton Sveinn. Ef þú hættir núna áttu kannski öll bestu árin eftir? „Já og það er bara mjög sorglegt að staðan sé þannig. Íþróttafólk á Íslandi hefur því miður þurft hætta. Við höfum séð dæmi um það fólk er að hætta á toppnum þegar það á 4-5 góð ár eftir vegna þess að það sér ekki fram á að geta framfleytt sér og það er sorglegt,“ segir Anton Sveinn Ætlið þið að halda þessari baráttu áfram? „Við verðum bara að vona það besta. Það er ekki til meiri heiður en við íþróttafólk fáum en að vera að keppa fyrir Ísland á erlendri grundu og berjast fyrir land og þjóð. Vonandi verður kerfið það gott að við getum haldið áfram að gera það,“ segir Anton Sveinn. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók afreksfólkinu fagnandi. „Þetta er afreksfólk ekki bara í íþróttum, þau hafa réttu hugsjónina og rétta andann til að bæta samfélagið okkar. Mér er það bæði ljúft og skylt að taka á móti þeim og fara yfir þessi mál. Við höfum styrkt afrekssjóðinn verulega, verið fjórfaldaður frá 2016. En þau benda ýmis réttindamál og hvernig þau vilja koma inn í það að fá fleira ungt fólk inn í íþróttahreyfinguna. Ég tek þeim fagnandi og fer yfir þetta mál,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Margir afreksíþróttamenn hafa verið að fórna öllu sínu fyrir að ná árangri í íþróttum en svo þegar ferlinum lýkur blasa bara skuldir við og litlar tekjur. „Þetta er einmitt eitt af því sem þau eru að benda á. Við þurfum að sjá hvort hægt er að koma eitthvað til móts við þessar athugasemdir. Ég vil bera þetta saman við Norðurlöndin. Við viljum að umgjörðin í kringum þau sé eins og best verður á kosið,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Hér fyrir neðan má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um þetta mikilvæga mál fyrir afreksfólkið okkar. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk á Íslandi hefur þurft hætta á toppnum vegna peningaleysis
Íþróttir Ólympíuleikar Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira