Þingmenn vilja stutt réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 13:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00
Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07