Pavel: Þetta verður skrítið en skemmtilegt Arnar Björnsson skrifar 12. desember 2019 12:00 Pavel Ermolinski. Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn Dominos-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn
Dominos-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira