Búið er að opna Hellisheiði og veg um Þrengsli. Vegirnir hafa verið lokaðir frá síðdegis í gær.
Frá þessu segir á veg Vegagerðarinnar, en vegir um Sandskeið og Þrengsli voru opnaðir nokkru á undan Hellisheiðinni.
Lokanir á vegum hafa verið sérstaklega miklar á landinu síðasta rúma sólarhringinn vegna óveðursins sem gengur yfir landið.

Á Vesturlandi eru vegir í nágrenni Borgarness færir og einnig er að mestu fært á Snæfellsnesi. Vegir um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði eru þó enn lokaðir vegna veðurs.
Á Norðurlandi eru vegir meira og minna ófærir eða lokaðir. Sömuleiðis á Austfjörðum er víða lokað. Þannig eru Fjarðarheiði og vegur um Fagradal enn lokaðir.
Vestfirðir: Vegir eru flestir ófærir eða lokaðir en fært er milli Bíldudals og Brjánslækjar og í nágrenni Ísafjarðar. Búið er að opna veginn inn í Súðavík en töluverð snjóflóðahætta þannig að vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 11, 2019
Á Suðurlandi er búið að opna hringveginn austur að Vík í Mýrdal en vegurinn þar fyrir austan er enn lokaður. Eins er verið að hreinsa í uppsveitum Suðurlands.
Á Suðausturlandi er lokað frá Vík og austur á Djúpavog en reynt verður að opna kaflann frá Höfn og að Djúpavogi um klukkan 15.
Suðvesturland: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 11, 2019