Klopp skilur ekki hvernig Salah klikkaði á hinum færunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:00 Mohamed Salah skorar hér markið sitt í gær úr nær ómögulegu færi. Getty/Michael Regan Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn