Klopp skilur ekki hvernig Salah klikkaði á hinum færunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:00 Mohamed Salah skorar hér markið sitt í gær úr nær ómögulegu færi. Getty/Michael Regan Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira