Klopp skilur ekki hvernig Salah klikkaði á hinum færunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:00 Mohamed Salah skorar hér markið sitt í gær úr nær ómögulegu færi. Getty/Michael Regan Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Mohamed Salah skoraði magnað mark þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Red Bull Salzburg í gær og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Liverpool vildi hins vegar tala um öll dauðafærin sem Egyptinn klúðraði í leiknum. „Mo skoraði líklega úr erfiðasta færinu sínu í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn í Austurríki í gær. Mohamed Salah komst inn í sendingu til markvarðarins, elti boltann upp að endalínu og tókst á einhvern magnaðan hátt að koma boltanum í markið úr mjög þröngu færi. Mohamed Salah átti aftur á móti að skora miklu fleiri mörk í leiknum því hann óð í færum allar 90 mínúturnar. "Mo scored the most difficult situation of the whole night!" Jurgen Klopp still doesn't know how Mo Salah did it.https://t.co/sly0p7hGYwpic.twitter.com/Wd3BCjspjV— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2019 Það er eiginlega óskiljanlegt að maður með hans gæði skuli ekki af hafa skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar úr öllum þessum færum sem hann fékk. „Hann spilaði mjög vel en skoraði ekki úr færunum sem við erum vön að sjá hann skora úr. Markið sem hann skoraði, þar sem hann hélt áfram og náði að skora úr svona erfiðu færi, segir líklega miklu meira um hann en öll hin mörkin sem hann hefur skorað,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann hélt einbeitingunni og trúnni á að þetta væri möguleiki. Þetta var stórsnjalt. Mjög erfitt færi en tilkomumikil afgreiðsla,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þrjú þeirra komu á móti Red Bull Salzburg. Salah skoraði ekki í leikjunum á móti Napoli en í öðrum leiknum á móti Genk. Í fyrra skoraði Mohamed Salah þrjú mörk í riðlakeppninni þar á meðal sigurmarkið mikilvæga á móti Napoli sem tryggi liðinu sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira