Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:51 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15