Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 11:45 Björgunarsveitarfólk tók svo sannarlega til hendinni á Skagaströnd í gærkvöldi. Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent