Litla föndurhornið: Jólapinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:00 Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer. Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer.
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira