Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 07:26 Björgunarsveitarkona stendur vaktina í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00