Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:49 Björgunarsveitarmaðurinn fýkur yfir Suðurstrandarveg. facebook/skjáskot Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira