Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. desember 2019 19:36 Ekki er víst hvenær rafmagn kemst aftur á í Húnavatnssýslu og Skagafirði. stöð 2 Appelsínugul veðurviðvörun tók í gildi klukkan sjö í morgun á Norðurlandi Vestra og tók veður að versna. Mikil ofankoma fylgir lægðinni og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á svæðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar að snjódýpt í fjöllum gæti náð allt að þremur metrum. Hann sagði einnig að gangi spár eftir verði veðrið það versta í manna minnum. Verkefnum björgunarsveita á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum tók að fjölga upp úr hádegi en rauð veðurviðvörun var sett á Norðurland vestra, Norðurland eystra og á Strandir. Ekki er búist við að óveðrið gangi niður að öllu leyti fyrr en í fyrsta lagi á hádegi á morgun. Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. „Þetta hefur gegnið ágætlega hjá viðbragðsaðilum í dag. Viðbragðsaðilar voru búnir að undirbúa sig í dag og vissu alveg á hverju þeir áttu von,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ekkert stórt hefur komið upp enn sem komið er en veðrið er að ná sínum hæstu hæðum og verður þannig fram yfir miðnætti þannig að við erum á varðbergi og erum í startholunum,“ sagði Stefán. Hann sagði veðrið vera verst í Hrútafirði og Húnavatnssýslu en veðrið hafi verið snælduvitlaust á svæðinu öllu. Hann búist við því að veðrið fari að lægja upp úr miðnætti. „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér.“ Rafmagni sló út á svæðinu um miðjan daginn í dag og hefur enn ekki náð að koma því aftur á. Stefán sagði óvíst hvenær hægt verði að koma rafmagni aftur á. „Nei, við höfum í raun ekki hugmynd um það. Sauðarkrókslínan fór hér út og Sauðárkrókur er rafmagnslaus. Stór hluti af Húnavatnssýslunni og Skagafjörður allur er rafmagnslaus. Ég veit að það er verið að vinna í þessu, finna bilunina og koma varaafli á. Hvenær það verður höfum við ekki hugmynd um,“ sagði Stefán Vagn. Mikið átakaveður hefur verið víða um landið og þá sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum.stöð 2 Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, segir að veðurofsann muni lægja hægt, þetta sé ekki stormur sem lygnir snögglega. „Það má segja að það sé bálhvasst, það er óveður og sums staðar er ofsaveður, í öllum landshlutum vestan við línu sem að má í grófum dráttum draga á milli Eyjafjalla og Langaness. Veðrið er nálægt hámarki á vestanverðu landinu það nær líklega hámarki á höfuðborgarsvæðinu innan einnar til tveggja klukkustunda og fer þá að ganga niður en það gerist ofskaplega hægt. Þetta er bara þannig stormur að það lygnir ekki snögglega og það verður hvasst í alla nótt,“ sagði Haraldur. Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, segir að veðrið sé nálægt því að ná hámarki á vestanverðu landinu.stöð 2 Hann sagði að hvessa tæki fyrir austan og á Norðurlandi eystra í nótt og í fyrramálið og þar nái stormurinn hámarki þegar líða tekur á nóttina. Þá er spáð hörkufrosti þegar líða tekur á vikuna og ef marka má veðurkort verður víða hátt í tuttugu stiga frost á landinu. Þessa spá staðfesti Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það verður hörkufrost á eftir þessu skoti og það frystir um allt land og verður víða tíu til tuttugu stiga frost og þannig verður það eins langt og séð verður. Það gæti verið skynsamlegt að hreinsa burtu krapann áður en það frystir.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun tók í gildi klukkan sjö í morgun á Norðurlandi Vestra og tók veður að versna. Mikil ofankoma fylgir lægðinni og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á svæðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar að snjódýpt í fjöllum gæti náð allt að þremur metrum. Hann sagði einnig að gangi spár eftir verði veðrið það versta í manna minnum. Verkefnum björgunarsveita á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum tók að fjölga upp úr hádegi en rauð veðurviðvörun var sett á Norðurland vestra, Norðurland eystra og á Strandir. Ekki er búist við að óveðrið gangi niður að öllu leyti fyrr en í fyrsta lagi á hádegi á morgun. Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. „Þetta hefur gegnið ágætlega hjá viðbragðsaðilum í dag. Viðbragðsaðilar voru búnir að undirbúa sig í dag og vissu alveg á hverju þeir áttu von,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ekkert stórt hefur komið upp enn sem komið er en veðrið er að ná sínum hæstu hæðum og verður þannig fram yfir miðnætti þannig að við erum á varðbergi og erum í startholunum,“ sagði Stefán. Hann sagði veðrið vera verst í Hrútafirði og Húnavatnssýslu en veðrið hafi verið snælduvitlaust á svæðinu öllu. Hann búist við því að veðrið fari að lægja upp úr miðnætti. „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér.“ Rafmagni sló út á svæðinu um miðjan daginn í dag og hefur enn ekki náð að koma því aftur á. Stefán sagði óvíst hvenær hægt verði að koma rafmagni aftur á. „Nei, við höfum í raun ekki hugmynd um það. Sauðarkrókslínan fór hér út og Sauðárkrókur er rafmagnslaus. Stór hluti af Húnavatnssýslunni og Skagafjörður allur er rafmagnslaus. Ég veit að það er verið að vinna í þessu, finna bilunina og koma varaafli á. Hvenær það verður höfum við ekki hugmynd um,“ sagði Stefán Vagn. Mikið átakaveður hefur verið víða um landið og þá sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum.stöð 2 Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, segir að veðurofsann muni lægja hægt, þetta sé ekki stormur sem lygnir snögglega. „Það má segja að það sé bálhvasst, það er óveður og sums staðar er ofsaveður, í öllum landshlutum vestan við línu sem að má í grófum dráttum draga á milli Eyjafjalla og Langaness. Veðrið er nálægt hámarki á vestanverðu landinu það nær líklega hámarki á höfuðborgarsvæðinu innan einnar til tveggja klukkustunda og fer þá að ganga niður en það gerist ofskaplega hægt. Þetta er bara þannig stormur að það lygnir ekki snögglega og það verður hvasst í alla nótt,“ sagði Haraldur. Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, segir að veðrið sé nálægt því að ná hámarki á vestanverðu landinu.stöð 2 Hann sagði að hvessa tæki fyrir austan og á Norðurlandi eystra í nótt og í fyrramálið og þar nái stormurinn hámarki þegar líða tekur á nóttina. Þá er spáð hörkufrosti þegar líða tekur á vikuna og ef marka má veðurkort verður víða hátt í tuttugu stiga frost á landinu. Þessa spá staðfesti Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það verður hörkufrost á eftir þessu skoti og það frystir um allt land og verður víða tíu til tuttugu stiga frost og þannig verður það eins langt og séð verður. Það gæti verið skynsamlegt að hreinsa burtu krapann áður en það frystir.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira