„Nánast engin umferð á götunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 17:30 Sjaldgæf sjón á Bústaðavegi á fimmta tímanum á virkum degi. Nánast engin umferð á háannatíma. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira