Umferð hefur verið lokað um Helliðsheiði, Kjalarnes, Þrengsli og Mosfellsheiði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að ákvörðun hvort lokað verði fyrir umferð um Reykjanesbraut verði tekin klukkan 16 í dag.

Ófært er orðið víðast hvar í Skagafirði sem og um Víkurskarð. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austfjörðum en ófært er á Breiðdalsheiði sem og um Öxi
Þæfingur eða snjóþekja er nokkuð víða á Vestfjörðum en flughálka á Innstrandavegi. Lokað er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði og norður í Árneshrepp.
Fylgjast má með gangi mála í Vaktinni á Vísi.
