Ekki ráðlegt að styðjast við spár Yr.no í íslensku óveðri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:07 Margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Skjáskot/yr.no Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019 Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15