Innlent

Veður­vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Ritstjórn skrifar
Veðurstofan spáir norðan 23-30 m/s víða og 33-38 m/s sunnan Vatnajökuls en dregur úr vindi Vestanlands í dag. Snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars úrkomulítið. Hiti um eða undir frostmarki. Frost 1 til 8 stig og kaldara annað kvöld.
Veðurstofan spáir norðan 23-30 m/s víða og 33-38 m/s sunnan Vatnajökuls en dregur úr vindi Vestanlands í dag. Snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars úrkomulítið. Hiti um eða undir frostmarki. Frost 1 til 8 stig og kaldara annað kvöld. vísir/vilhelm

Aftakaveður mun ganga yfir landið þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember. Viðvaranir eru í gangi víða og hefur í fyrsta sinn verið gefin út rauð viðvörun, á Norðurlandi vestra og Ströndum, frá því að litakóðakerfið var tekið upp. Víða annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.

Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. Verður hægt að fylgjast með í vakt Vísis að neðan.

Að neðan má sjá lægðina nálgast landið eins og hún birtist á vefsíðunni Windy. Þar fyrir neðan verða fluttar fréttir í Vaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×