Elsti hjúkrunarfræðingur landsins er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 19:00 Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“. Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“.
Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira