Fótbolti

Enginn lék betur í Seríu A í nóvembermánuði en nítján ára gamall Svíi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dejan Kulusevski er að spila vel hjá Parma.
Dejan Kulusevski er að spila vel hjá Parma. Getty/Matteo Ciambelli

Nítján ára Svíi, Dejan Kulusevski er leikmaður nóvembermánaðar í ítölsku úrvalsdeildinni, Seríu A. Hann fór fyrir þremur árum frá Brommapojkarna í unglingalið Atalanta.

Kulusevski vann sér sæti í aðalliðinu fyrr á þessu ári og eftir þrjá leiki var hann lánaður til Parma. Þar hefur hann slegið í gegn, skoraði sitt fyrsta mark í lok september átti stoðsendinguna í 3-2 sigri á Torino.





Dejan Kulusevski er búinn að skora 4 mörk í 17 leikjum með Parma en liðið er sjöunda sæti í serie A. Í haust var hann valinn í sænska landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik í 3-0 sigri á Færeyingum í síðasta mánuði.

Svíinn er í láni frá Atalanta út leiktíðina en mörg af stórliðum Evrópu eru með Kulusevski undir smásjánni.

Atalanta er það lið í serie A sem er með ódýrasta leikmannahópinn. Líklegt er að eigendur félagsins taki tilboði í Svíann þegar lánssamningur hans við Parma rennur út.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×