Trump sakar Trudeau ranglega um að hafa klippt sig úr Home Alone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 08:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira