Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. Rannsókn stendur enn yfir og ekki hefur enn verið staðfest af hvaða völdum eldurinn kviknaði.
„Rannsókn málsins heldur áfram og er í höndum rannsóknardeildar lögreglustöðvarinnar á Dalvegi sem nýtur aðstoð sérfræðinga í tæknideild embættisins. Engar frekari upplýsingar er hægt að gefa á þessu stigi málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu.
