Gísli Marteinn lét skera krabbameinið burt og tók strætó heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:09 Sjálfa sem Gísli Marteinn tók að bíða eftir strætó á leið heim frá lækninum. Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi. Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira