Liverpool fær mun meiri tíma en Man. City og Leicester til að jafna sig á milli jólaleikjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:30 Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Liverpool á Anfield fyrr í vetur. Getty/Simon Stacpoole Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira