„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi” Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun