Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 13:43 Mál konunnar fær nú efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“ Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira